Það sem liggur mér að hjarta er að ég er búin að vera að spá í ýmsum hlutum undanfarið. Það er að segja frá því að ég átti strákinn. Það eru ekkert smá margar tilfinningar sem fara í gegnum mann. Það var & er reyndar ennþá að strákurinn er kannski sofandi inn í herbergi og ég er inn í stofu að horfa á TV, þá fæ ég allataf þvílíka tilfinningu að þurfa að fara inn í herbergi og ath hvernig strákurinn hefur það. Hvort hann andi. Sérstaklega þegar hann var nýfæddur. Ég vaknaðai kannski eitthvað upp á nóttinnu og þá ath ég hvort hann væri ekki alveg örugglega að anda, ýtti aðeins við honum og lét hann hreyfa sig. Þetta er virkilega óþæginleg tilfinning, kannski ekki beint óþæginleg. Það er kannski frekar hægt að segja að hún sé skrítin eð eitthvað. Veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa henni. Ég er enn að þessu og henn er orðin 6 mán í dag. Ef ég er ekki búin að heyra neitt í honum í eitthvern tíma þá fer ég og strýk honum um andlitið og gef honum nokkra kossa til að vera alveg viss um að allt er í lagi.

Það má vel vera að það sé eitthvað að mér. En hvað veit ég. ÉG ger kannsi eitthvað móðursjúk eða hvað sem fólk vill kalla það. Ég er bara ég og er ánægð með það.

Hvað með ykkur hafið þið lent í þessu. Finnst ykkur þetta vera óþæginleg tilfinning eða hvað?

Þannig er það hjá mér á hverjum degi. Þetta sýnir kannski vel hversu heitt maður elskar barið sitt

kveðja
palinas
<img src="