'Eg var að spá í sambandi við göngugrindur fyrir börn,nú á ég einn sex mánaða gutta sem hreint og beint elskar að vera í göngugrindinni sinni,en :( við fórum í sex mánaða sprautuna og þá var mér sagt að það væri ekki mælt með að nota göngugrindur fyrir börnin.Rökin voru þau að það hefðu orðið mörg slys þegar börnin keyrðu á eða færu niður stiga oþh. Það sem ég er að spá í er hvort að þetta sé líkamlega slæmt fyrir börnin? og þá hvaða áhrif hefur það? Minn litli er langánægðastur í grindinni og fer á fleygiferð útum allt,ég á tvö eldri börn sem voru líka í göngugrind(þá var líka ekki talað neitt um að þetta væri e-h slæmt)og ég get ekki séð nein neikvæð áhrif.
Allavega ef þið vitið eitthvað meira…..viljiði láta vita?
Kveðja