Hetjan mín Jæja núna er liðin langur tími frá því að ég færði fréttir af dóttur minni sem er með hjartagalla og ætla að bæta úr því núna :)

Ég og maðurinn minn erum búin að fara með hana alltaf á hálfs árs fresti til hjartalæknisinns til að athuga hvort að opið hafi ekki minkað eða lokast eins og allir voru að vonast eftir, en svo er ekki því miður. Planið var að hún færi þá í aðgerð þegar hún væri 3-4 ára gömul, svo var læknirinn búinn að setja tíma á aðgerðina og átti hún að verða í ágúst 2002. Reyndar trúði ég því aldrei að hún þyrfti að fara í aðgerðina fyrst að læknirinn hélt í vonina að gatið myndi lokast, en fyrir nokkrum dögum þegar við fórum í okkar vanalegu skoðun var mér kippt niður á jörðina. Það er orðið svo mikið álag á hjartað hennar og það slær svo hratt að hún er hætt að þyngjast (hún borðar mjög vel og mikið). Læknirinn sagði að hún brennir svo miklu af því að líkaminn hennar starfar eins og hún sé í stanslausri þolþjálfun og ennþá meira þegar hún er veik og með hita. Reyndar er hún alltaf veik greyið og er búin að vera í aðlögun á leikskólanum frá því að hún byrjaði fyrir rúmu ári síðan af því að hún kemst svo sjaldan. Við eigum að koma aftur um miðjan janúar til læknisins og þá fer hann yfir aðgerðina (sem tekur 5 LANGA tíma) og stuttu eftir það fer hún á spítalann, hann vill sem sagt flíta aðgerðinni, hann ætlaði reyndar að gera hana fyrir jólin en ákvað að bíða með það eftir jól. Ég ætlaði hreinlega ekki að trúa þessu og alltaf stendur litla hetjan mín sig sama hvað á gengur, það er nátturlega ekkert grín að vera búin að vera veik með hita nánast stanslaust í tæp 3 ár. En góði punkturinn í þessu er sá að við náum að halda upp á 3 ára afmælið hennar fyrir aðgerðina og að eftir aðgerðina þá verður hún alveg heilbrigð :)

Ég er að deyja úr hræðslu og get varla sofið fyrir martröðum og kvíðinn að fara með mig. Ég segji ykkur frá hvað kemur út úr læknisferðinni í janúar :)

Kveðja
HJARTA
Kveðja