Mannanafnanefnd! Er þetta ekki orðið löngu úrelt fyrirbæri???
Það er verið að samþykkja hin fáranlegustu nöfn og hafna ósköp venjulegum nöfnum stundum.

Úr mbl.is

Mannanafnanefnd samþykkir Marthen en hafnar Nielsi
Mannanafnanefnd hefur samþykkt karlmannsnöfnin Marthen og Jóndór auk kvenmannsnafnið Annía. Karlmannsnafninu Niels var hafnað sem og kvenmannsnafninu Christine á fundi nefndarinnar á fimmtudag. Í rökstuðningi fyrir höfnun á nafninu Niels segir að það teljist ekki vera ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og ekki teljist vera hefð fyrir slíkum rithætti í sambærilegum nöfnum.

Þá segir í skýrslu nefndarinnar, sem birt er á vef stjórnarráðsins, að eiginnafnið Marthen teljist vera ritmynd af eiginnafninu Martin en hefð er fyrir slíkum rithætti í sambærilegum nöfnum.

Nefndina skipa Andri Árnason, formaður, Guðrún Kvaran og Margrét Jónsdóttir.

Hvað finnst ykkur??

Hafið þið lent í því að nafn sem að þið hafið viljað skíra barnið ykkar hefur verið hafnað??
kveðja