Mér finnst alveg yndislegt að lesa um það sem hér hefur verið skrifað, og mér finnst börn alveg æðisleg þó svo að ég eigi ekki neitt sjálf og sé alls ekki tilbúin til þess. En hinsvegar hef ég oft spáð í það, hvernig fólk fær sig til þess að búa til börn inní þennan vonda heim sem við lifum í. Það er mín skoðun að veröldin sé slæm, og fari versnandi, og ég vil als ekki gera neinum einstakling það að lifa í henni. Ég átti ekkert allt of góða æsku sjálf, og ég mundi ekki geta gert neinum öðrum það að upplifa kanski eitthvað svipað(þó veit maður náttúrulega aldrei). Ég hef haft þessa skoðun alveg frá því að ég var krakki sjálf, og hún virðist ekkert ætla að breytast, þó svo að auðvitað komi stundum yfir mig svona móðurtilfinning….að mig langi….en er þetta ekki bara eigingirni? Ég meina, MIG, langar í barn, ÉG ætla að búa til barn…….Mér finnst þetta vera eigingirni. Ég meina, hver er kominn til með að segja að barnið vilji koma í heiminn? Og það er ekki eins og við séum í kapphlaupi við tímann í að fjölga okkur. Reyndar er mannkynið að mínu mati orðið allt of mikið, og það mætti alveg fækka því aðeins eða setja einhverjar hömlur á barneignir(amk hjá sumum þjóðum).