Hvað leggjum við af mörkum til þess að búa börnum okkar það samfélag sem við viljum meina að hlúi að þörfum einstaklingsins til grunnþarfa ?
Erum við fullorðna fólkið góðar fyrirmyndir ?
Getur það verið að við krefjum stofnanir s.s. leikskóla, skóla að hluta til til þess að aga og siða börn okkar, sökum þess að við erum of upptekinn við að sanka að okkur veraldlegum verðmætum á meðan ?
Hvað finnst ykkur ?
Er tími okkar með börnum okkar á skeiði frumbernsku ekki það mikilvægasta sem við getum á ævinni eignast, okkur sjálfum til þroska og lærdóms ?
ER fæðingaorlof nógu langt til þess að móðir geti nært barn sitt á brjóstamjólk ?
Hvernig á faðir að upppfylla það hlutverk í sínu fæðingarorlofi ?
Spurningar, vangavelta.
Ég vona að ég fái svör frá ykkur við þessum mínum vangaveltum.

með kveðju.
gmaria.