Ég heiti Haukur Darri Hauksson og er á 15 ári, oft heft ég verið spurður um hvernig það er að hafa 2 heyrnalausa foreldra.

Áður en við byrjum þá langar til að segja ykkur að faðir minn var fæddur heyrnalaus en mamma fékk heilahimnabólgu 2 ára og varð heyrnalaus þannig.

Þegar ég var á leikskóla aldri þá bjó ég einn með pabba, ég gékk í leikskóla Sólborg
að nafni, þessi skóli hentaði okkur sérstaklega því að þessi skóli var við hliðin á gamla heyrnaleysinga skólanum og skólasjórinn í leikólanum kann táknmál. Það hefur aldrei verið erfitt að tala við móðir mína eða föður því að ég kann táknmál eins vel og heyrnalaus maður. En eins og sést hér þá er íslenskan ekki svo góð. Margir besti vinir mínir nú til dags eru með heyrnalausa foreldra en eru samt sem áður heyrandi. Ég hef aldrei verið lagður í einelti útaf kringistöðum en ég þekki nokkra sem hafa verið lagðir í einelti af því að þeir hafa heyrnalausa foreldra. Ég ætla að byrja á því að segja ykkur erfileikana við að alast upp sem CODA (Children Of Deaf Adults).

Þegar ég var rúmlega 4 ára vorum við pabbi að ganga upp stigana í blokkinni okkar þegar allt í einu datt hann niður úr sársauka. Einhvað hafði skéð í fótinn og ég vissi ekki hvað ég átti að gera, pabbi var í erfileikum að klifra upp stigana en loks komumst við upp að íbúðinni okkar. Hann gat ekki hringt í 112 eða sent sms (á þessum tíma notuðu þeir fax) þannig að ég þurfti að grípa til ráða. Ég hafði aldrei notað síman áður og þetta þóttist erfitt fyrir mig, en þrátt fyrir að vera að drukkna í sársauka útskýrði pabbi minn hvað ég átti að gera. Ég tók upp tólinn og hringdi í frænku mína og útskýrði á mína bestu getu. Það var líklega mjög erfitt fyrir hana að skilja hvað ég var að segja enda var ég 4 ára gutti að grenja úr mér augun, en hún náði mest af því sem ég var að segja þannig að hún hringdi í lækninn. Allt þetta tók nokkra klukkutíma og pabbi var í sársauka allan þennan tíma. Hefði hann verið heyrandi hefði hann geta tekið upp tólinn og hring í 112 og allt þetta hefði tekið í mesta lagi hálftíma.

Auðvitað er ég með fleiri sögur en ég ætla að geyma þá fyrir seinna ef ég færi að skrifa bók um þetta einn daginn. Ég vildi bara gefa ykkur sýnishorn á því að vera með heyrnalausa foreldra. Nú til dags vinnur pabbi sem Menningar fulltrúi Döff féglagsins (Döff er annað orð yfir heyrnalaus) og í táknmálsfréttum. Móðir mín vinnur sem leikkona og líka í táknmálsfréttum. Ég er stoltur eigandi CODA (Children Of Deaf Adults) klúbbnum hér á íslandi og er búinn að kenna í nokkrum skólum um menning og þróun táknmálsins hér á landi. Ef það eru einhverjar spurningar þá er hægt að hafa samband við mig á.
i-am-mr-d@hotmail.com
eða í síma
896-5728