Mikið rosalega er ég að komast að því hvað þetta hugtak er satt. Yngri dóttir mín verður tveggja ára í janúar og hún er á alveg HRÆÐILEGU sjálfstæðisskeiði núna. Úff!!! Hún þykist geta allt sjálf og ef maður hjálpar henni verður hún brjáluð og verður að byrja allt upp á nýtt. Ef maður hjálpar henni að klæða sig í eina skálm þá rífur hún sig úr henni aftur. Ef maður hellir í glas fyrir hana vill hún ekki drekka úr því. Svo ef hún er að gera eitthvað sem er henni ofviða verður hún líka brjáluð af því að henni tekst það ekki, en að ég megi hjálpa henni??? Ónei! Svo gargar hún bara “É kannetta”. Úff!!! Ekki var eldri stelpan mín svona rosaleg á þessum aldri, þessi er bara svo hræðilega þrjósk að það hálfa væri nóg. Kannast einhver við þetta? Þið hin sem eigið yngri börn, þið vitið þá hvað bíður ykkar :Þ
Kveðja,