Einelti :o/

Ég var að flakka um netið áðan og rakst á síðu

http://www.faeriekitty.com/murder

Þessi síða er mjög snertandi, hún er tileinkuð þeim sem hafa lent í einelti og á henni eru líka nokkrar sögur frá krökkum. Hún vekur virkilega tilfinningar (og minningar).

Einelti í grunnskólum er því miður algengt, stundum átta krakkarnir, sem verða fyrir því, sig ekki á því hvað það snertir þau mikið fyrr en þau verða eldri því mörg þeirra loka sig, afneita tilfinningum sínum og hverfa inní skel.

ég var þannig, ég neitaði að sjá, reyndi að hunsa, krakkana sem stríddu mér ýmist eða hunsuðu. ég taldi sjálfri mér trú um að ég ætti vini, sem kom of sársaukalega í ljós að þeir voru langt frá því. ég gekk jafnvel það langt að eiga ímyndaðan vin, alveg frá 1 bekk og uppí 8. í 8-10 bekk heimsótti ég hana stundum líka, sjaldan en það kom fyrir. Aðalega sökti ég mér samt í bækur. Ég var eiginlega búin að afneita öllum tilfinningum, góðum og slæmum. (þessvegna nota ég nickið IceQueen) ég átti eina vinkonu en vinskapurinn var þannig að við fýfluðumst, en töluðum ekkert mikið saman um hluti og tilfinningar, létum ímyndumaraflið bara hlaupa í einhverjar fantasýur (reyndar er samband okkar aðeins breytt núna, við erum orðnar nánari og svoleiðis)

Þegar ég byrjaði í framhaldskóla þá vissi ég að þetta gæti orðið góð og ný byrjun hjá mér en ég var of feimin til að heilsa jafnöldrum mínum og þegar þau heilsuðu mér þá fór ég í baklás, varð fáskiptin og einangruð. Ég var reyndar svo heppin að kynnast einni skemmtilegri stelpu strax á fyrsta degi á vistinni, sem hafði svipaðan bakgrunn og ég, og það má eiginlega segja að það hélt mér frá því að hverfa alveg. í lok 2 bekkjar ákvað ég að það gengi ekki lengur fyrir mig að læðast eftir veggjum og þykjast vera einhver sem ég er ekki (t.d. að þykjast hafa áhuga á einhverju sem ég hafði ekki) og þá kynntist ég annarri stelpu sem að kynnti mig fyrir nokkrum strákum sem höfðu sama áhugamál og við tvær (roleplay, tölvur o.s.frv.) þá var ég farin að sjá að það var ekki ég sem var skrítin og í gegnum þessa kynntist ég mörgum góðum vinum.
Ég er núna á fjórða ári og er, að ég vona, að verða búin að sigrast á þessari ónotakend sem ég hafði þegar ég var í kringum annað fólk. Ég á vini og er loks búin að fatta að það er ekkert alvarlegt að mér, það voru krakkarnir heima sem þurftu einhvern til að stríða og ég varð fyrir barðinu afþví ég hafði ekki sömu áhugamál og þau og er líka ótrúlega þrjósk.

ég verð ennþá fyrir því að fara í baklás eða að finnast að öllum sé illa við mig en það er að lagast með hjálp vina og unnusta míns sem ég kynntis fyrir 1 og hálfu ari.

En því miður eru ekki allir krakkar eins heppnir og ég, sumir ná sér aldrei eftir einelti og ég veit um nokkra sem vilja ekki láta snerta sig eða vilja ekki tala við nýtt fólk eða fá martraðir. Sumir lifa enn í afneitun, þá meina ég afneita öllum tilfinningum. Þau þora ekki að reyna að eignast vini því þeim finnst þau asnaleg og ekki eiga skilið að eiga vini og eru hrædd um að þessir vinir muni snúast gegn þeim í framtíðinni. Sjálfstraustið er ekkert og sjálfsímyndin ljót.

Það er reynt að stemma stigum við einelti í skólum en málið er að flestir sem eru lagðir í einelti segja ekkert, þau vilja ekki lenda í meira/verra einelti. Svo gera grunnskóla nemendur sér ekki grein fyrir því hve alvarlegt svona hópstríðni getur verið.

ég veit ekki hvað er hægt að gera nema það að foreldrar reyni að tala við börnin sin um hve alvarlegt það er að stríða, og þá meina ég ekki að enginn eigi að striða neinum, því það er til saklausstríðni milli vina, heldur að kenna börnum að ganga ekki of langt. kannski sýna þeim eitthvað eins og þessi heimasíða hefur og ef þau hlæja að því þá ætti að senda þau til sálfræðings eða eitthvað álíka. Það er annað; það eru ekki fórnarlömbin sem eiga bara að fara til sálfræðings heldur líka gerendurnir til að koma í veg fyrir fleiri fórnarlömb.

það virðist oft í eðli krakka að hópast saman í einn hóp gegn einu barni og of oft er það vegna þess að foreldrar þeirra sögðu e-ð slæmt um fjölskyldu þessa eina. Börn bregðast við því sem þau heyra heima hjá sér og því ættu foreldrar að passa sig hvað þau segja. Ég veit af sárri reynslu að þetta er algengt, sérstaklega í smábæum þar sem allir þekkja alla og eru oft að baknaga hvort annað.

ég vona að þessi grein vekji einhvern til umhugsunar

IceQueen