Hæ öll,
kanski þó helst þið sem eigið börn og getið kanski leiðbeint mér svolítið. Ég á 14 vikna gamlan son sem hefur ákaflega sérstakar svefnvenjur. Hann er algert æði að því leiti til að hann sefur á bilinu 8-12 tíma í einu yfir næturtíma og vaknar aldrei til að drekka eða neitt. Eini og stóri vandinn er að hann vakir alltaf fram á miðja nótt, sama þó hann sé búinn að vaka frá miðjum degi, þá samt vakir hann lengi frameftir. Hann sofnaði núna áðan um
kl. 03:15 og það er sá tími sem hann er að sofna á þessa síðustu viku. Ég veit að hann sefur þá til kl. 12:00 á hádegi eða svo en hvað á ég að gera til að laga þetta? Vandinn er sá að þegar hann er sofandi er EKKI HÆGT að vekja hann, ég er sko búin að reyna:) Getur verið að þetta lagist af sjálfu sér eða hvað? Hann hefur alltaf verið þannig að vakna ekki á nóttunni til að drekka en hann fór að sofa fyrr á kvöldin. Vona að ég geti fengið góð ráð hjá ykkur þarna úti.
Með fyrirfram þökk
Bomba