Ég sé að það hefur verið smá umræða um helgarpabba og skilnaði og þess háttar og mig langar til þess að bæta aðeins við. Ég er skilinn og það var sárt, alveg ótrúlega (þið sem þekkið mig á huga verðið að afsaka það að lesa um þetta í hverri viku!!!) en allavegana þá var pabbahelgi um helgina. Þetta var alveg æðislegt. Við vorum bara tveir í heiminum og allt saman snérist um okkur og dótið! Það var alveg frábært. Mig er strax farið að hlakka til þarnæstu helgar. En allavegana þá er þetta rosalega erfitt fyrir börnin því þau skilja ekki að allt sé ekki í lagi. Og það sem er verst að allar venjur breytast og nýjar venjur verða til. Það sem er mikilvægast, barnanna vegna, er að foreldrarnir geti talað saman þegar þau hittast til þess að sýna barninu að það er allt í góðu. Pabbahelgarnar geta verið mjög góðar fyrir barnið og mömmuna því (allavegana í mínu tilfelli) komst ekkert annað að en hann sjálfur og þarfir hans. Það styrkir samband feðganna þó svo þeir hittist ekki nema aðra hverja helgi og það sýnir barninu líka að pabba þykir ennþá vænt um það. Þó svo ég fái hann bara aðra hverja helgi þá vinnum við upp vikurnar yfir helgina og verðum fyrir vikið nánari. Þessu trúi ég og er að horfa uppá þetta núna. Það er samt alltaf erfitt ef það slitnar svona á sambandið við barnið sitt og sérstaklega hjá mér þar sem við erum báðir álíka mikið háðir og hændir að hvor öðrum. En mér þykir ótrúlega vænt um hann, og þó svo hann sé ekki nema 1 og 1/2 árs og skilji það ekki, þá segi ég honum að mér þykir vænt um hann í hvert skipti sem við hittumst og hversu mikið. Hann skilur kannski ekki hvað ég er að segja en segi honum það á þann hátt sem hann skilur, með ást og umhyggju . . . lots of it!!!
Pabbinn
Gromit