Ég gerði þessa grein sem skólaverkefni eitt sinn, og datt í hug að hún gæti jafnvel átt heima hérna inná. Hún fjallar um réttindi barna og unglinga í landinu.

Að vera Unglingur

Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna eru allir sem eru undir 18 ára börn. Íslensk Stjórnvöld ákveða allar skyldur fólks, m.a. barna og unglinga. Skyldur unglinga eru t.d. að vera í skóla og borga skatt. Misjafnt er eftir fjölskyldum hvaða skyldur unglingar þurfa að gegna á heimilum. Skyldur eru líka misjafnar eftir búsetu fjölskyldna, aldri barna og kyni.

Skyldur og réttindi eru mismunandi eftir aldri. Þegar þú ert 12 ára færð þú rétt á því að fá að tjá þig í málum sem snerta persónulega hagi þína. Það verður að spurja þig álits ef foreldrar þínir vilja skrá þig úr eða í trúfélag. Útivistartími er misjafn eftir sveitarfélögum. Yfirleitt er það þannig að á veturna mega 12 ára börn ekki vera lengur úti en til 20:00 en á sumrin til 22.00 eftir það verða þau að vera í fylgd með fullorðnum.
13 ára unglingur má stjórna dráttarvél við landbúnaðarstörf utan alfaravegar og þeir meiga vinna létt störf.
14 ára unglingur hefur rétt á að tjá sig í peningamálum sem snerta þá. Börn yngri en 14 ára mega ekki vera án fylgdar inn í spilasölum og þeim er ekki heimill aðgangur að knattborðum eða leiktækjum.
Maður verður sakhæfur við 15 ára aldurs. Getur fengið ökuskírteini til að stjórna léttu bifhjóli og mátt reiða barn yngri en 7 ára á reiðhjóli. Þeim er óheimill aðgangur á dansleiki aðra en sérstökum unglinga- eða fjölskylduskemmtunum. Þeir hafa rétt á skólavist við frammhaldskóla eftir að hafa lokið samræmdum lokaprófum í grunnskóla. Þeir hafa rétt á að hafa launaða vinnu ef foreldrar samþykkja það.
16 ára unglingur getur fengið ökuskírteini til að stjórna dráttarvél og má hefja æfingarakstur.
17 ára unglingur getur fengið bílpróf og má stjórna vinnuvél utan vegar án ökuskírteinis.
Við 18 ára aldur er einstaklingur orðinn sjálfráða, sem þýðir að hann ræður yfir eigin peningum og persónulegum högum.
Hægt er að svipta einstaklingi sjálfræði vegna heilsubrests, ofdrykkju eða ofnotkun ávana- og fíkniefna.

Hægt er að kæra þig fyrir ærumeiðingu. Í hegningarlögum er fjallað um ærumeiðingar og þeim skipt í 3 flokka. Þeir eru móðgun,aðdróttun eða útbreiðsla ærumeiðinga.

Venja er að greina mannréttindi í 3 flokka. Fólk á rétt á því að fá grundvallaþörfum sínum fullnægt, geta tekið þátt í að stjórna landinu sínu og hafa frelsi og rétt til að velja.

Börn eiga sín egin lög. Þau voru samþykkt 20.nóvember 1989 af Sameinuðu Þjóðunum. Hann er 42.greinar. Markmið sáttmálans er að vernda börn og unglinga og tryggja þeim sem best lífsskilyrði. Í sáttmálanum stendur að öll börn eigi sama rétt til að lifa og alast upp í friði og öryggi og virðingu fyrir hugsunum sínum og skoðunum.