Eins og staðan er í dag þá finnst mér hræðilegt hvernig barnamenningin hefur þróast.
Núna virðast allir krakkar þurfa vera í tölvum alltaf.
Ég man þegar ég var lítil og maður vissi varla hvað tölva var, núna er auðvitað allt breytt, tölvur komnar á hvert heimili, í flestum tilvikum fleiri en ein! Tölvur eru ekkert slæmur hlutur, mér þykir þetta góð afþreyjingarleið, en getur haft slæmar afleiðingar, fólk getur fests í einhverjum leikjum og svoleiðis, og þessi samskiptaforrit og spjallsíður, oft er hættan mikil þar. Ég þekki það alveg að langa hitta fólk af netinu, hef oft hitt fólk þaðan, en maður gerir sér ekki grein fyrir hvað þetta er hættulegt, þannig þarna eru komnar 2 hættur fyrir börn í netheiminum. Svona smá svar fyrir þá sem segja að counter strike og þessir leikir séu ekki fyrir krakka: tölvur voru heldur ekki fyrir krakka fyrir nokkrum árum, heimurinn hefur breyst MJÖG mikið á síðustu 10 árum, þaning guð má vita hvort þessir litlu krakkar fari að leika sér í netleikjum af því tagi, virðist vera að öllum liggur svo á að fullorðnast.
Þegar ég var lítil þá voru dúkkuleikir og löggu og bófó aðal… Ég er frá voða litlum bæ, búa undir 200 manns hér, og allir krakkarnir bönkuðu hjá öllum börnunum til að fara útí leiki, aaaaldrei sér maður þetta í dag. jújú, krakkar leika sér alveg við önnur börn, en þurfa oftar en ekki að fara í tölvuna.
Tala svo ekki um gsm símana, þeir virðast vera voðalega ómissandi hjá börnum nú í dag. Ég fékk minn fyrsta gsm síma á fermingaraldri, mér fannst þetta voðaleg ábyrgð að vera með farsíma, fannst ég svo stór og fullorðin að vera með gsm síma.
Ég var í skóla í bænum, var á leið minni og labbaði alltaf framhjá grunnskóla í leiðinni, sá þar 3 stelpur (líklegast í kringum 8-9 ára) og ég heyri samtal sem hljóðar eitthvað í þessa áttina:
stelpa 1: æji síminn minn er batteríslaus, má ég hringja úr þínum síma?
stelpa 2: nei, ég á ekki inneign.
stelpa 1: má ég þá hringja úr þínum síma?
stelpa 3: já *réttir símann*

Það ætlar enginn að segja mér að 8 ára barn þurfi gsm síma.
Ég skoða oft umræðuna á barnalandi og oftar en 1 sinni hef ég lesið umræðu um börn og síma. Margar konur þar halda fram að þetta sé nauðsinlegur hlutur, því þau verða vita hvar barnið sitt sé hverju sinni. Þegar ég var lítil þá var bara settur tími sem ég átti að koma heim, ef ég gleymdi mér þá var bara hringt heim til krakka sem ég gæti líklega verið hjá.
Eins og með börn í reykjavík, ég veit nú ekki alveg hvernig hlutirnir eru þar, hvort foreldrar þekkjist eða hvað. En ég er alveg viss um að margir foreldarar þekkji ekki foreldra vina barna sinna. Þannig fyrsta vandamálið er auðvitað að bæta samskiptin milli fjölskylndna. Þá er hægt að taka símann úr umferð, finnst þetta bara hrein og bein peningasóun og fáránlegt.
Tölvur, fer aftur útí þær núna. Á flestum leikskólum landsins eru komnar tölvur, af hverju? jú, það eru leikir í þeim tölvum, stafakarlarnir og fleiri svona þroskaleikir. Hvað varð um þroskaleikina sem eru ekki á tölvuformi? jújú, í minningunni aðeins.
asnalegir hlutir: eins og gormareimar, tölvudýr og fleira sniðugt. Núna eru ekki til svona tískufyrirbrigði. Gormareimarnar kostuðu eitthvað um 300 kallinn.. og tölvudýrin undir þúsundkallinn. Þetta voru leikföng sem nánast allir áttu, útaf því að það gátu flestir séð af þér nokkrum hundraðköllum. Tískufyrirbrigði núna, skelfirinn!! núna má einhver fróður segja mér hvað þetta 20 þúsund króna dót gerir? Bratz dúkkur, ég meina kommon!! fólk var að setja útá barbie i den. höfuðið á þessum dúkkum er rriiiiisastórt, sem gerir búkinn mjög lítinn. Semsagt grannar sem tannstönglar, fyrir utan fötin sem þær eru í. Þetta er gert til að litlar stelpur kaupi dúkkurnar, ég þekki alveg þetta að langa vera eins og barbí dúkka, en ef stelpur vilja vera eins og bratz dúkka, tágrönn í hórufötum? viljum við að stelpurnar okkar (fyrir þá sem eiga eða munu eiga stelpur) séu að tala um að þær vilji vera í mini pilsum í netasokkabuxum og magabol.
Krakkar í dag eru voðalega mikið að drífa sig að fullorðnast. Dótið sem er núna höfðað til 5-6 ára eru hlutirnir sem voru höfðaðir fyrir 9-10 ára krakka fyrir nokkrum árum.
Það er reyndar einn hlutur sem mér finnst sleppa í sumum tilvikum, auðvitað skiptir líka máli hvernig barnið er. Engin 2 börn eru eins. Ég gaf litlu systir minni mp3 spilara í 8 ára afmælisgjöf í fyrra. 256mb, kostaði um 5 þúsund, keypti hann aðalega því við vorum oft á ferðinni (búum úti á landi) og foreldar okkar vilja sjaldan hafa tónlist á í bílnum, freeekar óþolandi, og hún er voðalega tónelsk manneskja, og mér finnst tónlist vera ómissandi hlutur í lífi hverrar manneskju, og finnst það hafa góð áhrif (nema ný tónlist, meiri sorinn er þetta orðið)

Ég held að ég láti þetta gott heita, þið kanski sjáið að ég er voðalega föst í gamla tímanum :o) en mér finnst bara að við ættum að fá “börnin aftur” Heyrðu, eitt enn…
borga börnum fyrir heimilsstörf HVAÐ ER NÚ ÞAÐ!! maður er að heyra að fólk sé að borga börnum kanski 100 krónur til að fara út með ruslið. Hvernig getur fólk séð rétt við það!! þetta er eitthvað sem maður á að ala barn upp með að gera, gera heimilisstörf, þau eru hundleiðinleg, látið mig þekkja það. En að borga fyrir að láta börn gera það.
Ég hef oft þrifið heima, elda þegar foreldrar mínir nenna því ekki. Tek úr uppþvottavélinni og set í hana. Hef passað yngri systkini mín síðan ég var lítil bara. og hvað hef ég fengið til baka? ég lærði mikið af þessu, fékk reynslu af barnapössun og heimilisstörfum. Enga peninga, finnst það heldur ekki viðeigandi. Það á ekki að borga börnum til að hjálpa til á sínu eigin heimili. Ef það á að borga börnum fyrir þetta ætti að fara hafa húsmæðrastarfið borgað. Þá mundu sko margir sækjast að vera í því starfi, erfitt, tímafrekt og þar að auki fær maður aldrei sumarfrí, veikindafrí eða önnur frí. maður vinnur alla daga vikunar, allann sólarhringinn allt árið.
Er fólk að gera sér grein fyrir hvað húsmæður gera? sumir halda að þær séu bara heima og hanga í tölvunni, horfa á sjonvarpið eða í heimsókn hjá nágranna. Þær þrífa, þær elda, þær skutlast, kaupa inn. Stjana við þá sem veikir eru, en færri stjana við þær ef þeim dettur í hug að veikjast.

En þetta er komið nóg.
Skítkast afþakkað :o)
Ofurhugi og ofurmamma