Ég er ekki fullorðin, ég er bara táningur og ég er í gagnfræði skóla og bekkurinn minn er svo óþægur að aðrir sem reyna að læra geta það ekki vegna hávaða, bekkurinn fær á sig tossa stimpil þótt það séu bara einhverjir nokkrir sem geta ekki lært og tala og tala í tímum. Og ég spyr foreldrana hérna sem eiga litla krakka hvort þau vilji að börnin sín lendi í svona bekk og hvað finnst ykkur að ætti að gera við þá einstaklinga sem valda truflun, afhverju gerir ríkið ekkert í þessu. Ekki myndi ég vilja að börnin mín sem ég á eftir að eignast í framtíðinni þyrftu að vera í svona bekk, hvað með ykkur?