Ég var í barnaafmæli um helgina og varð bara að spyrja ykkur um álit á þessu máli, þ.e. hversu mikið telst “eðlilegt” að eyða í afmælis- og jólagjafir fyrir barnið sitt ?
Ekki það að sá drengur hafi fengið eitthvað óeðlilega mikið af gjöfum eða þannig, reyndar fékk hann mikið af “nytsamlegum” gjöfum eins og náttfötum,sokkum,húfu,nærföt og þess háttar, en hann var nú frekar spældur yfir því.. ha ha.. á 3 ára afmælinu..
En það lagaðist þegar “hörðu” pakkarnir komu ! :)

Stundum blöskrar manni, þegar 2 ára strákur fær rúmlega 10 þús.kr. gjöf frá foreldrum sínum þá finnst manni þetta of mikið..
Ég veit um svoleiðis dæmi!

Eða hvað ??

Auðvitað er ekkert að því ef að fólk á nægan pening að eyða því í börnin sín, en… hvar eru takmörkin??

Það er fólk sem að er að eyða um efnum fram í jóla- og afmælisgjafir fyrir börnin sín - af hverju ??

Er verið að keppast við það FORELDRA á milli, hver getur gefið flottustu jólagjöfina t.d., vegna þess að foreldrar vita að börn fara að segja frá því hvað þau hafa fengið um jólin.

Bara sem dæmi þegar fólk er að spenna bogann hjá sér alveg svakalega bara til að uppfylla þessu gerviþörfum, kannski hjá sjálfum sér, með því að kaupa stærstu og flottustu gjöfina.
Að geta veitt barninu sínu eitthvað sem að foreldrið sjáft fékk ekki sem barn ?

Ég segi það fyrir mitt leyti, mér finnst alveg rosalega gaman að geta gefið barninu mínu skemmtilegar og flottar afmælis- og jólagjafir ég viðurkenni það fúslega en það fer bara eftir því hversu mikinn pening maður á og ekki bara eftir því að eitthvað er dýrt að því sé það betra en annað..
Oft eru “ódýru” gjafirnar nytsamlegri og skemmtilegri fyrir barnið.

Við erum margar vinkonurnar í vinkonuhópnum, 12 stykki.. :)
Og eigum flest allar börn og nokkrar 2 börn.
Þegar við gefum gjafir okkar á milli á afmælum (gefum ekki jólagjafir okkar á milli lengur) þá gefum við kannski fyrir 500-700 kr. þetta finnst manni bara alveg vera passlegt.
Það er hægt að kaupa margar góðar og skemmtilegar gjafir fyrir þann pening.

Sérstaklega man ég eftir síðustu jólum þegar afar,ömmur og skyldmenni voru að gefa þvílíku pakkana til stráksins míns, ekki það að ég sé ekki ánægð með það og hann líka..
Ég er ekki vanþakklát,en hann lék sér mest með dót sem að ég veit að kostaði lítinn pening og fékk það frá litlum frænda sínum. :)

Þannig að mín spurning er sú: Hvar eru takmörkin með gjafirnar?

Erum við sem foreldrar búin að festa okkur í lífsgæðakapphlaupinu og kannski að draga börnin inn í það líka ??

Hvað finnst ykkur um þessi mál ?

kveðja
honeybun
kveðja