Eins og fyrr þá er ég puzzled by life. Mér finnst bara geðveikt skrýtið að fólk sem eru bara asnar skuli geta eignast börn. Ég veit um gaur sem er algjör og hann er að verða pabbi í annað sinn. Það er svo ömurlegt vegna þess að fyrra barnið hefur hann séð kannski fimm sinnum eða eitthvað og vill ekkert sjá það og svo þegar hann stendur frammi fyrir ábyrgðinni aftur á hann eftir að flýja líka þá. Þessi gæji er svo mikill auli að maður veltir fyrir sér hvers vegna “gott” fólk lendir í því að geta ekki eignast börn eða eignast börn sem eru kannski vanþroska, og jafnvel þroskaheft. Svo er þannig víst núna að konur, sem eru bara dópistar, eru að eignast börn. Þetta finnst mér ósanngjarnt. Ég hef alls ekkert á móti þroskaheftum eða fólki sem á við líkamleg vandamál að stríða en þetta er bara ömurlegt. Ég man þegar unnusta mín (x) gekk með barnið okkar, þá hugsaði ég stanslaust um og gerði ráð fyrir því að barnið væri kannski ekki heilbrigt (semsagt þroskaheft) og fór að taka á því hvernig líf mitt yrði ef ég ætti þroskaheft eða misþroska barn. Ég efa að það sé auðvelt og kannski er það bara þannig að börn sem fæðast ekki heilbrigð séu börn þeirra sem geta “höndlað” það best. Ég veit ekki neitt núna. En ég veit það að það ósanngjarnt að fólk sem kemst upp með allt saman, lifir kannski á öðrum og eru bara asnar, eignist fullkomlega heilbrigð börn meðan aðrir þurfa að leggja sig í líma við að halda sönsum, sambandinu og lífinu í réttum skorðum vegna einhvers sem þau reiknuðu bara ekki með. En svona er þetta bara, og það er lítið sem maður getur gert í þessu. Ég get ekki sagt að ég öfundi fólk sem á fatlað barn en ég get sagt það með vissu að ég lít upp til þessa fólks. Þetta eru hetjurnar í þjóðfélaginu. Mér finnst að fólk ætti að hugsa sig aðeins um því börnin okkar eru ekkert sjálfsagður hlutur. Þau eru litlar manneskjur sem við komum til með að móta og búa undir lífið og hvernig er betra að gera það en með ást, umhyggju, alúð og athygli. Ég vorkenni þeim sem líta á börnin sín sem sjálfsagðan hlut. Sem faðir ætla ég aldrei (7, 9, 13) að taka syni mínum sem sjálfsögðum og ég ætla heldur ekki að koma þannig fram við hann. Hann er alveg einstakur og verður það alltaf. Sonur minn.
Gromit