Tannataka Ég var svona bara aðeins að velta því fyrir mér með tannatöku. Málið er að Kristján Sindri er nú á fullu að taka inn tennur og gengur það bara mjög vel. Það er ekki búið að vera neitt vesen á honum. Þ.e.a.s pirringur eða þannig. Það eina sem er búið að vera er að hann slefar rosalega mikið. Við þurfum stundum að skipta um smekk á honum 2-3 á dag þegar við látum hann vera með hann. (ef hann er í fínum fötun :cÞ) Ég var að finna tönn númer 2 í dag og er auðvita rosalega stollt með það. Hvernig er annars ykkar reynsla á tannatöku. Hafi þið verið jafn heppin/n og við eða hafi þið lent í því að vera andvaka á næturnar og fleira í þeim dúr?
<img src="