Ég held að þessi grein eigi betur við hérna en inni á Rómantík, þar sem að margir þar eiga ekki börn.

Mig langar að aðeins að tala um mikilvægi þess að foreldrar gleymi ekki sjálfum sér í daglegu amstri.
Það vill oft verða þannig að fólk er heima með börnin sín allan daginn, öll kvöld, alla daga, mér finnst það ekki rétt.
Fólk þarf að taka sér “pásur” frá heimilinu, og börnin hafa líka langoftast gaman að því að fá barnapíu í nokkra tíma öðru hvoru heim til sín.
Pör gleyma oft að þau eru kynverur, og eru upptekin af því að vera foreldrar, þetta vill oft valda spenningi og pirring. Það allavega gerir það á þessu heimili hérna.
Þessvegna er nauðsynlegt að eiga svona kvöld útaf fyrir sig, einu sinni í viku td, eða einu sinni á 2 vikna fresti.
Td. að reyna að skreppa í bíó, fara á kaffihús,fara út að borða eða bara heimsækja vinafólk.
En þá skiptir einnig meginmáli að fólk treysti barnfóstrunni, það skemmtir sér enginn vel ef að hann er með sífelldar áhyggjur af börnunum. Það getur líka verið erfitt fyrir foreldra að fara frá börnunum sínum, þau gráta t.d. sum mikið þegar að foreldrarnir fara út, en þau hætta flest að gráta rétt eftir að foreldranir eða foreldrið er farið út.

Ef að þetta gengur illa í eitt skipti, og barnið/börnin grætur stanslaust allan tímann, ekki gefast upp, heldur reynið aftur fljótlega.

Það er í raun sama hvort að maður er í sambúð, giftur eða einstæður með barnið/börnin, það þurfa allir á félagslífi utan heimilins að halda.
Þannig að ég mæli sterklega með þessu ef þið mögulega getið, við höfum öll gott af því að umgangast aðra en börnin okkar þó að þau séu okkur mikilvægara en allt í heiminum.

Kærar kveðjur, Zallý.
———————————————–