Þessar litlu mannverur em við fæðum og klæðum eru eitt af því dýrmætasta sem við eigum í lífinu. Öll veröldin snýst í kringum þau og himin og jörð mundu farast ef eitthvað mundi koma fyrir þau. Því miður eru ekki allir svo heppnir að geta eignast þau eins á hefbundin hátt, en sem betur fer þá eru til meðal annars glasafrjógun og ættleiðingar svo eitthvað sé nefnt. Aftur á móti þá eru sumir sem eignast börn sem hafa þannig séð ekkert að gera við þau eða nota eða fara mjög illa með börn á eitthvern hátt. Það kostar líka rosalega mikinn pening ef þú ætlar að fara í glasafrjógun það eru hvorki meira né minna en nokkrir hundrað þúsund kallar. En því miður þá eru ekki allir svo heppnir að það takist hjá þeim. Ég veit meira segja um eitt dæmi um eina sem þurfti að fara í fóstureyðingu því hún er ristilveik og eina leiðin til að hún mundi ná bata var að hún mundi (því miður) fara í fóstueyðingu. Hún gerði það og var rosalega miður sín, mig minnir að hún hefi ferið að nálgast 3 mán. Þegar hún var svo loksins búin að fá grænt ljós að hún mætti eignast barn þá gekk það engan vegin. hún fór í nokkrar glasafrjógarnir og svo loksins gerðist það. Hún var ófrísk og allir í fjölskyldunni foru rosalega glaðir með það. Systir hennar var líka orðin ófrísk það var ekki nema nokkrar vikur á milli þeirra. Hún átti að fara í keisara í byrjun des en var stíluð í byrjun jan. s.s mánuð fyrir tíman svo það mundi vera allt í lagi hjá henni. Systir hennar var stíluð 23 des. Því miður þá átti þetta eftir að breytst í martröð hjá henni því í júlí þá missti hún legvatnið og með þeim afleiðingum að fóstirð dó. Það var allt búið að ganga í sögu nema svo þegar hún var komin 4 án á leið þá gerðist þetta. Þetta er alveg rosalega sorglegt og það sem mér finnst líka rosalega sorglegt að hún á eftir að vera að fylgjast með meðgöngu systir sinnar þar til hún á að eiga og svo þegar barnið er fætt þá á hún (er ég viss um) eftir að hugsa; Ef allt hefði verið í lagi hjá mér þá væri barnið mitt orðið þetta gamalt. Og svo framvegis.

Því miður þá er bara náttúran svona og það er lítið sem hægt er að gera við því nema lifa lífinu og reynda að lifa í framtíðinni.
Þannig að engilega varðveitið ykkar kríli og verið þakklát fyrir það sem þið eigið nú þegar. Þó svo að þau geta gert mann stundum pirruð þegar þeim líður illa eða eitthvað er að angra þau. Því það eru ekki allir sem eru í sömu sporum og við sem egium þessa dýrmætu eign




Kveðja
palinas
<img src="