Mér datt í hug afþví ég er að útbúa “æskukassan” fyrir son minn að segja ykkur aðeins frá þeirri hugmynd.

Æskukassin er lítill skókassi sem að ég set í ýmislegt dót tengt fæðingu Elís Arons, t.d sjúkrahúsmerkin, afrit af meðgönguskýslunni minni, Morgunblaðið 5.okt og samfelluna sem hann fór heim í (enda er hún þegar orðin of lítil), og svo mun ég bæta í kassan þegar fram líða stundir.

Foreldrar mínir gerðu svona æskukassa fyrir okkur systkynin og af öllu því drasli og dóti sem að ég á er þetta það sem mér þykir vænst um, í mínum kassa er Vísir frá fæðingadegi mínum, sjúkrahúsmerkin, ungbarnakross sem að ég fékk í skírnargjöf frá ömmu, eitthvað blað með fótafarinu mínu frá sjúkrahúsinu og fyrstu skórnir mínir.
Og það er ótrúlegt að þó að það sé svo sem ekkert merkilegt í Vísi þennan dag, þá er þetta mesta gersemin mín :)

Þetta er svo einfalt að halda þessu svona til haga, og ég mæli með að allir spái í því að gera svona fyrir sín börn, kassi dætra minna er tilbúin og bíður bara eftir að þær eignist sitt fyrsta barn, því ég fékk minn kassa ekki í hendurnar fyrr en ég eignaðist þær og hef hugsað mér að gera slíkt hið sama :)

Kv. EstHe
Kv. EstHer