Ég var að spá aðeins í þessu. Málið er að eftir að ég átti þá fór maður að spá aðeins í gettnaðarvörn, þannig að þegar ljósm. kom heim þá kom hún með bækling sem heitir “Tíu aðferðir til að koma í veg fyrir getnað” Ég fór að skoða þetta og velta þessu aðeins fyrir mér
1. Samsetta pillan 99,5-99,8% örugg (á í hættu með að gleyma henni)
2. Prógesterón - pillan 97-98,5%(mini pillan kallast hún)(sama dæmi og nr 1)
3. Getnaðavarnir sem stungulyf 99%(Það er sprautað í læriavöðva eða rassvöðva virkar í 3-4 mán)
4. Lykkjan 99%(er hálf hrædd við lykkjuna og hef engan áhuga að nota hana)
5. Hetta & sæðisdrepandi krem eða hlaup 85-98%(úff, alltof mikið vesen. “bíddu aðeins elskan ég þar aðeins að skrepa og setja hettuna”. Gengur ekki upp hjá mér í miðjum klíðum)
6. Sæðisdrepandi froða, hlaup stíll 70-90%(úff, ætla ekki einu sinni að tala um þetta)
7.Smokkur 85-98%(Ágætur í hallari ef mar vill ekki vera með of mikinn sóðaskap. Er ekki að fíla að hafa eitthvað gúmmí á milli, ekki eins gaman)
8. Núttúrulegar aðferðir 80-98%(ég vil nú helst ekki taka svo mikinn sjens. )
9. Ófrósemisaðgerð hjá konum 99,5-99,8% (haf ALLS ENGAN áhuga að fara í svona aðgerðir)
10. Ófrósemisaðgerð hjá karlmanni 99,8% (mundi aldrei láta manninn minn í þessa aðgerð heldur. Hver veit nema hann vilji fl eða ég.)(þó svo það sé stundum hægt að tengja aftur)

Þannig að, af þessum 10 vörnum þá hef ég valið mér nr:3. Sprautuna. Þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af þessu næstu 3-4 mán og þarf ekki að vera að gleyma þessa blassaða pillu sem svo allt í einu gleymist og þá eftir 9 mán eignast ég strák sem ég skíri Krisjtán Sindir ;).

Hvað finnst ykkur. Eru þið farin að spá í þessu, eða hvaða vörn mundu þið mæla með. Endilega verið ekki feiminn að láta ljós ykkar skína

kveðja
palinas
<img src="