Það finnst mér stór merkilegt að alltaf er verið að tönglast á því að feður sem að ekki búa með börnum sínum sýni ekki næga ábyrgð og þar af leiðandi sé það ekki nógu gott fyrir mæðurnar, sem að þurfa þá að bera mest alla ábyrgð á uppeldi barnana.
Jafnvel stjórnvöld tjá sig um þennann vanda og eru að fetta fingur út í þessa feður.
Það er einn af þeim hlutum sem að gera okkur kvennmenn á barneignaraldri minna aðlaðandi fyrir atvinnurekendur.
Það er látið eins og fráskildir feður á landinu séu ekkert nema óbyrgir aular sem að ekkert skipta sér af börnunum.
Ég á 10 mánaða gamallt barn, ég og pabbi hennar vorum ekki í sambandi til að byrja með en eftir að barnið okkar kom til sögunar erum við orðin góðir vinir og erum bæði að við teljum ábyrgir foreldrar.
Hann hefur frá byrjun umgengist dóttur okkar mikið og er heima hjá mér amk 5 sinnum í viku til að vera með henni.
Þegar að hún fæddist langaði hann til að taka sitt 2 vikna fæðingar
orlof, en neiiiiiiiii.
Það er bara fyrir feður í sambúð, og eins og konann útskýrði þetta fyrir honum, full af hroka, þá er fæðingar orlof feðra ekki bara leið til að fá smá auka frí.
Sem sagt hann hefur ekki sama rétt til þess að eyða tíma með og kynnast sínu nýfædda barni og feður sem að eru í sambúð.
Allt saman gott og blessað.
Nema hvað að við höfum ákveðið að hann muni vera heima með dóttur sinni til jafns á við mig þegar að hún er veik, og sinna lækna heimsóknum, sem að hann gerir með glöðu geði.
Sem betur fer hefur hún ekki verið mikið veik en núna um daginn kom að því.
Ég var heima með hana fyrsta daginn og pabbi hennar þann næsta osfv. Nema hvað svo kemur það fram að þar sem að hann er ekki í sambúð með mér þá fær hann ekki borgaða veikinda daga með barninu.
Nú var mér allri lokið.
Mér finnst þetta ekki vera réttur okkar sem foreldra heldur réttu dóttur minnar að geta haft foreldra sína heima hjá sér þegar að hún er veik.
Barnið mitt hefur sem sagt aðeins rétt á 7 1/2 veikindadegi
á ÁRI, en þau börn sem að eiga foreldra í sambúð eiga rétt á 14 dögum.
Mér er spurn er þetta ekki mannréttinda brot.
Mér finnst að það sé verið að brjóta á okkur öllum, hann fær ekki sömu aðstoð við að standa sig sem ábyrgt foreldri, aðstaða mín á vinnumarkaðnum versnar því að ég er greinilega sú eina sem að á að bera ábyrgð á heilsu dóttur minnar, og dóttir mín fær ekki þau réttindi sem að “sambýlisbörn” fá.
Hvað finnst ykkur? Er ekki eitthvað að hérna?