Ég var að vona að þið hefðuð ráð í pokahorninu handa mér :)
Þannig er að sonur minn hann Hrannar Marel verður 7 mánaða þann 22 október og ég ætlaði í síðustu viku að reyna að fara að venja hann við bara venjulega bláa nýmjólk. Ég hringdi í frænku mína sem hafði nýlega gert þetta við sitt barn og spurði hvað hún hefði gert. Ég fór að ráðum hennar og blandaði vatni og nýmjólk til helminga. En hann Hrannar Marel vildi nú ekki sjá það og vildi ekki þetta ógeðslega sull (svosem skiljanlegt).
Þannig að ég gaf honum bara sma aftur og ákvað að reyna aftur seinna. Hvernig gekk þetta hjá ykkur? Ein kona ráðlagði mér að blanda nýmjólkinni við þurrmjólkinna,, hef reyndar ekki prufað það ennþá sko.. endilega skjótið á mig einhverjum ráðum :)