Ég skil ekki hvernig sumt fólk fær að eiga börn..
Þegar mamma mín var svona 15-16 ára (hún er 37 núna svo þetta er ekki langt síðan) var hún úti að ganga með hundinn sinn þegar kona kallaði á hana frá svölunum af blokkinni sinni, kona sem hún hafði aldrei séð áður “Hey þú þarna með hundinn, nenniru að passa fyrir mig í kvöld?” Mamma mín bara alveg.. uhh jájá.. og passaði fyrir hana.. Strák sem var 3 ára og það var eitt Prins Póló til i ískápnum hjá henni..
Svo eitt skiftið bað hún mömmu að passa fyrir sig í tvo tíma, hún ætlaði aðeins uppá völl (Kanamella) en lét svo sjá sig eftir 2 daga!
Stundum hringdi hún í mömmu klukkan 8 á kvöldin “Hey ég gleymdi að sækja strákinn á leikskólann, nenniru að fara þangað niðreftir og það stendur á hurðinni hvar hann sé” Þá skiftust fóstrurnar á að taka barnið með sér heim þegar hún mætti ekki að sækja hann!

Mamma Reyndi að hringja í Barnaverndarnefn og láta vita af þessu, reyna að láta eitthvað vera gert.. en nei Barnaverndarnefnd hlustaði ekki á hana vegna þess að hún var svo ung!

Hvernig er það, Hvers vegna fær svona fólk að eiga börn á meðan aðrir sem eiga þau miklu betur skilið og hugsa um þau og ELSKA þau getur það ekki!?