Jæja strákurinn er orðin meir enn kílói þyngri heldur enn hann var við fæðingu.
við þurftum að skipta út sætu dúllulegu vögguni fyrir barnarúmi því hann er farinn að velta sér af maganum yfir á bakið og af bakinu og yfir á hlið og snúa sér þversum í rúminu og spinna sér í dýnuna og uppundir.
Hann er mjög skýr hann má eiginlega ekki vera að því að vera lítið barn,
Hann er farin að brosa(er með rosalega krúttlegan spékopp)og hjalar.
Hann er hættur að gráta þegar maður skiptir á honum því hann þarf að segja manni svo mikið(nema ef maður er lengi)
Hann er farin að sofa um níu, tíu og sefur í 4-6 tíma vaknar þá fær að drekka og sefur í 2-3 tíma. Ef maður hefði vit á að sofa um leið og hann þá fengi maður örugglega nógan svefn.