Svo er mál með vexti að mig langaði að fá álit ykkar á ákveðnu atviki sem átti sér stað um daginn…

Sysir mín er í 2 bekk og var í leikfimi um daginn og þau voru nokkur sem voru að bíða fyrir utan þegar leikfimin var búin.
Svo eru 2-3 krakkar í þessum hóp sem eru að kríta á veggina á húsinu og systir mín stendur hjá þeim og horfir á, kemur þá umsjónarmaður íþróttahússins og tekur systir mína inn og fer að húðskamma hana fyrir að vera að krota á vegginn og segir að foreldrar hennar verði að borga nýjar plötur á húsið og að hún sé algjör vandræðagemsi og hristir hana til bara fyrir þá tilstilli að krakkarnir bentu á hana að hún hefði gert þetta…hann spurði hana ekki einu sinni hvernig þetta hafði gerst eða hverjir voru að gera þetta sem er minnsta málið…
…svo fór nú mál með vexti að foreldrar mínir hringdu í íþróttarkennarann og hún sagði að það væru allir að kvarta yfir honum og hún gæti ekkert gert, hann hlustaði ekki á hana…
…þá var hringt í skólastjórann og krafist þess að umsjónarmaðurinn myndi láta hana í friði það sem eftir er og krasist aðgerða sama daginn og að skólastjórinn myndi hringja sama dag og segja frá framvindu mála, því það var sama sagan þegar bróiðr minn var í skólanum, umsjónarmaðurinn lét hann ekki vera.
…það kom upp mál einu sinni með manninn að hann hafi farið inn í búningsherbergi stúlknanna og verið þar bara….
Spurning mín til ykkar er sú …
Á að láta viðgangast að hafa svona starfsfólk í vinnu á svona stöðum?
persónulega finnst mér það ekki..
kveðja
engillinn