Dótið niður í kjallara/upp á háaloftinu Ég fór til mömmu á föstudaginn og fór niður í geymslu. Hún var búin að vera að tuða í mér að fara niður í geymslu og fara yfir allt dótið mitt frá því að ég var yngri. Þetta voru ca 5 eða sex kassar sem ég fór yfir. Það er ekkert smá sem mar fer aftur foríðina og fer að hugsa þvílíkt. Og vá það sem mar var að geyma, ég meina til hvers. Mar hefur ábyggilega hugsað “ég á eftir að nota þetta seinna, best að láta þetta niður í geymslu þanga til”. Ég henti meiri en 1 svörtum ruslapoka. Ég var að henda meðal annars gömlum æsku blöðum, abc blöðum og svo einhverjum textum sem ég skrifaði eftir lögunum í útvarpina og fl & fl. Svo fann ég dúkkuna mína sem ég kallaði alltaf Steinu, frekar stóran gulan bangsa sem ég átti þegar ég var ca 1 árs., það þarf að laga hann. Það er gat á honum og svo er han hrikalega skíugur. Viti þið hvar hægt er að fara og láta laga og hreinsa svona??Það sem mér fannst skemmtilegast að finna var að ég skrifaði dagbók einu sinni. Ég var að spá í að setjast einhvern tíman niður á næstunni og glugga aðeins í hana. Þetta er bók sem ég skrifaði 1996. Einnig tók ég upp á því að skrifa niður draumana mína (þ.e.a.s þegar ég mundi eftir þeim). Sú bók er síðan 1994-1995. Ég átti svo nettan gamlann peningakassa sem var með lykli, í honum geymdi ég mína allra persónulegu hluti. Þar voru mínar hugsanir sem ég hafið skrifað niður, nokkur ástabréf sem ég sendi aldrei & líka þau sem ég sendi. Það má segja að þetta er það allra heilagasta sem ég er með í honum. Ég ætla að halda áfram að geyma þessa hluti læsta í kassanum, því mér finnst þetta vera það sem engin á að lesa nema ég og þá kannski sú persóna sem ég hef áhuga að sína þetta.

Það er virkilega gaman að fara svona yfir allt dót sem er búið að vera niður í geymslu eða upp á háaloft í eitthvern tíma og skoða allt sem er ofan í kössunum. Mig minnir að þegar ég var búin að fara yfir alla kassana þá hafði ég komið öllu fyrir í 2 eða 3 kössum sem fóru aftur upp í hillu.

Ég mæli með því að þig farið og skoði það sem þið eruð búin að vera með upp á háalofti eða niður í geymslu og látið ykkur detta eftir til fortíðar, þegar mar var ungur og þurfti ekki að hafa áhyggjur af neinu

Kveðja palinas
<img src="