Fæðingarstellingar.. Eitt af því sem ófrískar konur spá í er í hvaða stellingu þær ætla að eiga börnin sín, ekki satt?
Ég vil gjarnan deila minni fyrstu og einu fæðingu, til þessa, með ykkur. :)
Þannig var að ég var búin að ákveða að fæða í vatninu, en svo gat ég það ekki vegna þess hver hjartsláttur barnsins míns var óreglulegur í hríðunum þannig að þær treystu ekki á baðið í það skiptið, enda er það bara notað ef allt er 120% í lagi.
ég sat í lasy boy og var beðin um að standa upp og ganga svolítið til að ljúka útvíkkuninni. Ég stóð upp, gekk tvö skref að fæðingarrúminu og þá var komið að því, það var kominn tími til að rembast. Þá spurði ljósmóðiri hvort ég vildi fæða standandi og ég var ekki lengi að játa því. Fæðingin gekk eins og í sögu, ég remdist aðeins í 15 mín og þá var littli sólargeislinn minn kominn í fangið á mér, fallegur og heilbrigður :)
Ég sé ekki eftir því að hafa fætt standandi og mun sennilega gera það næst líka. Ég rifnaði ekkert og var strax komin á ról :)