Komið þið sæl

Nú er svo mál með vexti að mig er farið að langa til að eignast barn. Málið er bara að ég er í skóla og útskrifast í vor. Þar sem ég hef ekki reynsluna af þessu er ég að velta því fyrir mér hvort það sé sniðugt fyrir mig að bíða eitthvað eða hvort maður er eiturhress kasóléttur í lokaprófunum…

Ég er flokkuð í áhættumeðgöngu þar sem ég hef verið flogaveik (háir mér lítið núna, eiginlega ekkert). Ég er svona að bræða það með mér hvort þið hafið reynslu af svona kringumstæðum og hvernig ykkur hefur gengið í krefjandi verkefnum þegar þið hafið verið óléttar.

Spurningin er bara þessi - ætti ég að fresta tilraunum fram yfir áramót (eða jafnvel aðeins lengur) og prófa þá eða bara taka sénsinn og sjá til hvort þetta reddast?

Endilega gefið mér einhver ráð.

takk takk
holmfrg.