Hæhó foreldrar og aðrir :)
Mig langar að benda ykkur á bók sem dóttir mín fékk hjá hjúkrunarfræðingnum uppi á heilsugæslu um daginn, hún heitir “Þetta er líkaminn minn”. Hún er skrifuð til að aðstoða fullorðna og börn á leikskólaldri við að ræða saman um ofbeldi á opinn og óþvingaðann hátt. Og er þetta ágætisbók til að byrja að ræða um kynferðislegt ofbeldi, td. að opna umsæðuna um að það sé allt í lagi að segja nei ef að einhver er að gera eitthvað sem manni finnst ekki gott, og ég spann inní þessa umræðu við dóttur mína smá infó um að það mætti ekki fara inn til ókunnugra né setjast upp í bíl hjá öðrum og reyndi að útskýra þetta eins og ég gat best.

Það er aldrei of snemma byrjað að kenna þeim á lífið, allavega ekki í svona málum :)
Endilega komið með einhverjar dæmisögur um það hvernig ykkur gekk að kenna ykkar börnum, aldrei að vita nema að maður fái einhver ráð eða önnur sjónarhorn til að ræða þetta útfrá.
———————————————–