Ég er komin á það stig meðgöngunar (tæpar 36 vikur) að ég mikið farin að spá í hvernig ég vilji fæða, það er svo mikið orðið í boði núna að ég get alls ekki ákveðið mig.

Ég á tvíbura fyrir sem voru teknar með keisara og hlakkar því til að upplifa venjulega fæðingu og auðvitað kvíður mér líka fyrir, ég er ekki á höfuðborgarsvæðinu þannig að mitt val er kannski aðeins minna en hjá sumum en það er meðal annars í boði vatnsfæðingar hér.
Ljósmæðurnar á staðnum styðja auðvitað eindregið vatnsfæðingar en svo hef ég heyrt um ljósmæður annars staðar sem eru á móti þessu, hefur einhver hérna inni fætt í vatni og hver er ykkar reynsla af því ? það er auðvitað minnsta málið að hætta við það ef maður kann ekki við þetta þegar á hólmin er komið, en ókosturinn er samt að ef maður bíður of lengi í vatninu þá er erfiðara að fá deyfingu, því mæður sem fæða í vatni fá enga deyfingu, og hér er ekki einu sinni boðið upp á gleðiloft með vatninu eins og á mörgum öðrum stöðum.

Svo auðvitað er þið hafið reynslu af einhverju öðru sem ykkur finnst frábært endilega segið mér frá því, ég hef dáldið verið spennt fyrir MFS fæðingu í hreiðrinu og er þessvegna tilbúin að keyra nokkrum km lengra til að fæða á þar.

Kv. EstHe
Kv. EstHer