Hvernig er það, eruð þið með eða á móti því að ungabörn fái göt í eyru?
Mér finnst þetta frekar ljótt af foreldrum að setja göt í eyrun á börnunum sínum áður en þau geta gengið og hvað þá talað!
Það er til alltof mikið af svoleiðis, ég meina auðvitað er sætt að sjá litla stelpu í skvísukjól með tíkó og eyrnalokka. En hvaða vit hefur hún á því að vilja göt í eyrun, hún hefur ekki hugmynd um sársaukan sem fylgir því að lokknum sé skotið í gegnum eyrnasnepilinn, hún vill bara fá skraut í eyrun af því hún vill vera pæja! Og í sumum tilfellum, foreldrarnir vilja að hún fái gat í eyrun svo hún sé pæja! Ég veit um stofur þar sem afgreiðslufólkið neitar að gata eyrun á svo ungum börnum og finnst mér það gott hjá þeim.
Mamma mín t.d leyfði mér ekki að fá göt í eyrun fyrren ég var orðin 8 ára og hafði vit á þessu sjálf, vissi hvað ég var að fara útí, þangað til þá gaf honum mér límeyrnalokkana víðfrægu sem ég var ekki síður ánægð með!