Oft er talað um að einelti sé ekki einelti nema fleiri en einn eru að. Ég er ekki sammála því. Mér finnst alveg ef ein manneskja er stöðugt að ráðast á mann hvort sem það sé líkamlega eða andlega er það einelti. Oft byrjar einelti að einhver stríðir manneskju og fólk hlær, og kanski finnst gerandanum þetta gaman, hann gerir eitthvað sem lætur aðra hlæja. Þetta verður stærra og stærra og sí fleiri blandast í málið og endanum er bara þessi stór hópur komin á móti þolendanum. Kanski byrjar einelti það snemma á lífsleiðinni að krakkarnir hafa hreint bara ekki vit fyrir að verja sig. Þannig mín hugmynd af einelti er þegar einhver einn er tekinn fyrir og fólk úr öllum áttum útilokar og niðurlægjir, í einelti er auðvitað fórnalambið sem er þolandinn sem þarf að ganga í gegnum súrt og sætt. Svo er það gerandinn sem stjórnar þessu. Meðhjálparar sem eru mikið í þessum aðgerðum en stjórna þó ekki. Svo eru hlutlausa fólkið, sem er hvorki með né á móti. Líka er fólk sem styður eineltið en ekkert gera í því og fólk sem styður ekki eineltið en ekkert gera til að reyna stoppa. Svo eru það englarnir, hjálpararnir. Sárvantar fleiri þannig.
Einelti fer allra mest fram í skólum. Milli tíma, í frímínútum og eyðum, jafnvel í tímum. Ég hef nú OFT verið vitni af skólaeinelti, var nú oftast ef ekki bara alltaf fórnalambið og mín upplifun er sú að fólkið hafði enga miskunn og nýtti sér hvert tækifæri til að draga mig niður. Gerandi hvað sem er til að draga mann niður og enn þann dag í dag er ég hugsandi bara af hverju þetta átti sér stað og hvað fær fólk til að gera þetta. Fær það eitthvað útúr þessu að draga manneskju niður og horfa á hana gráta og niðurbrotna. Mér finnst alveg merkilegt hvað fólkinu er slétt sama um hvernig fólkinu í kringum sig líður. Eitthvað sem ég mun aldrei koma til með að skilja.
Fólk sem lendir í einelti mun fyrir víst lifa með því alla ævi. Maður gleymir ekki þessum andlega sársauka sem fór fram. Þetta mun naga mann alla ævi. Sumir eyða mánuðum og árum í sjálfsvorkunn og leggjast í mikið þunglindi og einangra sig félagslega, sjálfstraustið fer um þúfur og eiga erfitt með að treysta fólki. Svo eru sumir sem hafa lent í slæmu einelti sem gera gott úr þessu. Nýta sér reynsluna til að hjálpa öðrum, og margir hverjir verða bara strerkari manneksju fyrir vikið.
Þegar fólk lendir í einelti þá mun þetta ekki hætta fyrr en maður gerir eitthvað sjálfur í þessu. Maður verður að vilja að þetta muni breytast, það þýðir að það þarf mikla þolinmæði. Ég veit fyrir víst að maður getur ekki bara legið og beðið til guðs að krakkarnir þroskast uppúr þessu, því það gerist ekki. Maður verður að standa upp og segja hingað og ekki lengra. Gott er að eiga góða vini að, sem eru tilbúnir að hjálpa manni. En það er ákveðin hræðsla ef maður á vini sem eru lagðir í einelti að þora ekki að hjálpa því aðilinn er hræddur að verða fyrir barðinu sjálfur. Þetta lenti ég í, mig vantaði vin, einhvern til að hjálpa en fékk svar hjá nokkrum manneskjum að þær gætu ekki hjálpað því þær eru hræddar um að vera langðar í einelti líka, þetta eru ekki vinir mínir þennan dag í dag.
Mér finnst heldur ekki rétt að flýja eineltið, það er bara alls ekki rétta svarið finnst mér. Mér finnst að maður verði að horfast í augu við þetta til að geta losnað úr þessum vítahring.
Lykilatriðið finnst mér að maður sé maður sjálfur, ekki vera þykjast vera eitthvað annað til að losna úr þessu. Ég tók eftir þessu þegar ég var í grunnskóla, ég hefði getað snúið gegn vinum mínum og byrjað að skrópa í skóla, reykja og svoleiðis dót, þá hefði ég losnað úr þessu en ég vildi ekki leggja það á mig að vera eitthvað allt annað en ég sjálf. Niðurdrepandi líf er það.

Reglulega eru gerðar kannanir í grunnskólum landsins til að athuga hlutfallið hversu margir eru lagðir í einelti. Samkvæmt könnun sem gerð var í fyrra úr 30 skólum var sú niðurstaða að tíundi hver nemandi í 4-7 bekk töldu sig vera lagðir í einelti. Það er bara alls ekki nógu góð tala. Alltof há!
Þegar stórt er spurt er lítið um svör, stóra spurningin er sú hvað er hægt að gera til að stoppa þetta? Þegar ég hugsa til baka og hugsa hvort eitthvað hafði verið hægt til að kæfa þetta. Þá dettur mér aðeins eitt í hug, að foreldrar byrji mjög snemma að fræða börnin sín um einelti og hvað það er rangt og enginn ætti að þurfa þola. Því einelti er mikið meira en stríðni. Fólk sem lendir í einelti mun mjög líklega þjást af eftirfarandni:

* kvíða
* stressi
* hræðslu
* ótta
* þunglindi

Margir hætta að borða bara, aðrir auka matalystina og hreinlega éta í sig tilfinngarnar, sem getur orðið að stóru vandamáli, offita, anorexía. Allt þetta bara útaf einelti sem maður náði ekki að horfast í augu við.

Mér finnst líka að það eigi að vera mun meira um fræðslufundi og eitthvað tli að fræða börn um alvarleika þessa máls. Finnst líka að fólk ætti að geta sett sig í spor annara til að þeir fái minnstu hugmynd hvað þau eru í raun að gera.
Einelti er vandamál sem ég trúi og treysti á að muni snarbatna og bara vonandi hverfa úr okkar samfélagi. Mér finnst að það eigi ekki að skipta máli hvort krakkinn sé: feitur, mjór, stór, lítill, íslendingur, dani, arabi, ættleiddur, barn samkynhneigðra og á alls ekki að þurfa gjalda fyrir mistök annara.


Þessar skoðanir eru einungis byggðar á mínum upplifunum og það sem mér finnst. Ég hef eins og ég sagði hér fyrir ofan lennt í einelti og þurfti að berjast í þessu ein, reyndar var móðir mín eins og klettur hjá mér. En það var ekki fyrr en ég sá það eftir allt þetta að ég gæti ekki beðið lengur og vonast eftir að einhver annar hjálpaði mér, ég yrði að gera þetta sjálf. Þannig ég fór í keppni við sjálfa mig og ég er mjög sátt með útkomuna í dag. Ég fór í burtu héðan í nokkra mánuði og fékk sjálfstraust og æðislega vini fyrir vikið. Þegar ég hugsa til baka er ég mun sáttari með að hafa lifað í nokkur ár í þessu helvíti og eignast þetta sem eg á núna en að hafa stytt mér leið í grunnskóla og orðið eitthvað allt annað en ég sjálf.
Ofurhugi og ofurmamma