Persónulega finnst mér að við pabbarnir séum svolítið skildir útundan. Það eru til alveg ótalmargar bækur um meðgöngu og fæðingu, og í öllum þeim bókum sem ég hef séð, eru bara nokkrar blaðsíður fyrir okkur pabbana. Þetta fer svolítið í taugarnar á mér. Frá því að ég var 16 hefur mig langað til að eignast barn. Ég er elstur af fimm systkynum, þannig að ég tók mikinn þátt í uppeldinu á yngri systkynum mínum. Núna er ég nýorðinn 29 ára og það er alveg að koma að því að ég verði “PABBI”. Meðgangan er allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér. Það er rosalega erfitt að horfa bara á allar þessar breytingar sem verða hjá konunni og geta ekkert gert til að hjálpa henni(nema auðvitað gera húsverkin). Það er alveg ótrúlegt hvað konan verður viðkvæm, bæði á líkama og sál. Svo er það náttúrulega kynlífið. Það breytist mjög mikið. Ég get aldrei gefið mig allan í það, ég er alltaf pínulítið smeykur um að ég sé að meiða barnið. Ég veit samt að það er vel varið í fylgjunni, þetta er bara í undirmeðvitundinni. Jæja nú er þetta orðið fulllangt hjá mér. Mig langar samt í lokin að mæla með að við verðandi foreldri, að fara endilega á foreldranámskeið. Þau eru mjög fræðandi, og ekki hika við að spyrja(sama hversu fáránleg spurningin kann að virðast). Takk fyrir mig.