Þá er sonur minn komin með nafn Þann 18 ágúst 2001 skírðum við son okkar. Hann var skírður í Innri Njarðvíkurkirkju kl 14. Ég hélt á honum undir skírn, Auðbjörg systir & Tengdó voru skírnavottar. Hann hlaut nafnið Kristján Sindri. Kristján í höfuð á pabba sínum og langafa sínum (móðurafa Kristjáns) og svo var Sindri út í loftið. Pabbi hans átti líka afmæli þennan dag. Hann var 24 ára, svo það má segja að hann hafi fengið skírnina hans Kristjáns Sindra og nafnið í afmælisgjöf. Mér hefur alltaf fundist Sindri vera svo fallegt nafn. Kristján Sindri var mjög góður í kirkjunni allan tíman. Hann var brosandi og hlæandi. Það voru margir mjög hissa á því hversu góður hann var og sumir spurðu hvort hann væri alltaf svona góður. Hann er það reyndar alltaf & mjög glaðvær drengur.
<img src="