pabbar og Börn Ég ætla að skrifa um mál sem ég hef svolítið verið að lesa um, börn og pabba.

Ég spyr, hvernig munið þið eftir pabba ykkar í æsku, jú vinnandi ekki satt(ekki alhæfing)var það ekki þannig hjá flestum; pabbi vinnandi og mamma heima að elda matin og ef þið spurjið pabba ykkar hvort hann hafi misst af æsku ykkar þá á hann mjög líklega eftir að segja að ykkur að hann hefði alveg viljað vera meira með ykkur, þetta er staðreynd.
Með nýrri tækni hefur vinnutími styðst og báðir foreldrar eru að vinna úti, sem þýðir meiri peningur inn á heimilið og meiri tími með börnunum sínum, þar af leiðandi fá krakkar meiri ást og umhyggju og það er það sem við viljum ekki satt, gera allt sem við getum fyrir börnin svo þeim líði sem best.

Það eru ekki nema nokkur ár síðan forstjóri Nokia í Finnlandi sagði að hver maður sem kæmi til hans og byði um fæðingarorlof yrði tafarlaust rekinn og hann myndi persónulega sjá til þess að sá og hinn sami maður fengi aldrei nokkurn tíman vinnu í finnlandi aftur, nú hafa hins vegar tímarnir breyst, ég hringdi í verksmiðju volvo og talaði við verksmiðjustjórann og spurði hann út í þessi mál aðeins, hann sagði mér að ef hann ætti að velja á milli tveggja jafnhæfra manna í stjórnunarstöðu og annar þeirra hefði farið í fæðingarorlof þá myndi hann velja þann mann, ekki vegna þess að sá maður hefði tekið fæðingarorlof og myndi þess vegna ekki gera það aftur, heldur af því að hann hefði sýnt fram á hverju honum finnst skipta máli í lífinu, og gæti þar af leiðandi sýnt starfsfólki sínu meiri skilning. Feður fá einnig lengra fæðingarorlof og geta tekið sameiginlegt fæðingarorlof með barnsmóður sinni.
Í dag er þetta orðið þannig að karlar fá 3 mánuði og konur 3 mánuði og síðan fá þau sameginlega 3 mánuði sem þau mega skipta á milli sín eða annar aðili jafnvel tekið 6 mánuði þess vegna, allt í höndum foreldrana, bæði foreldrar þurfa þó að tilkynna að þau ætli að taka fæðingarorlofið og setja upp lauslegt plan hvernig þau ætla að taka það, þetta þarf að tilkynna fyrir 34 viku meðgöngunnar.

Eftir svona um það bil mánuð ætla ég að skrifa aðra grein um ungabörn, þá verð ég kominn með eitt svoleiðis stykki :D:D:D:D:D:D:D
stjórnandi frá fornöld kubbur#2950