Ég hef verið að velta fyrir mér hvort það sé hreinlega í tísku að vera ólétt um þessar mundir.
Jújú, maður man nú alltaf eftir óléttum konum en mér finnst þær óvenju margar í ár.
Ég á t.d. vinkonur sem eru bomm og þær sverja fyrir það að hafa verið á pillunni þegar kúlubúinn kom undir, ég skaut því pent að þeim að þá hljóti þetta að vera annaðhvort í vatninu eða að þær séu allar á sömu pillunni og að það hafi komið gölluð sending til landsins.
Ekki mistúlka þetta, ég hef alls ekkert á móti þessu og samgleðst þeim innilega. Mér finnst þetta bara verið að keyra út í öfgar, eða gerist þetta bara þegar maður kemst yfir tvítugsaldurinn að allri vinirnir fari að unga sér út?

Global