Kannist þið við það þegar barnið ykkar slær ykkur eða jafnvel skallar ykkur til þess að þú hættir að gera það sem þú ert að gera.
Ég mundi gjarnan vilja heyra frá ykkur hvort þið kunnið eitthvað ráð við þessu eða eitthverju slíku. Það nefnilega þýðir ekkert fyrir mig til dæmis að skamma son minn vegna þess að hann hlustar ekkert á mig. Hann aftur á móti hlustar á afa sinn og ömmu eða bara næstum því alla í fjölskyldunni nema mig og pabba sinn. HALLÓ EINHVER! Er eitthvað í gangi hjá mér eða er þetta eðlilegt?