Börn og tölvur Á leikskóla dóttur minnar fá börnin stundum að fara í tölvu. Þar fá þau að fara í leiki og prófa sig áfram með ýmislegt. Ég hef heyrt skiptar skoðanir á þessu, sumum finnst fáránlegt að verið sé að eyða tíma barnanna í tvölur þegar þau ættu frekar að vera úti að leika og fá sér frískt loft og allt það. Sjálfri finnst mér þetta þrælsniðugt. Tölvur eru hlutir sem börnin þurfa að nota mikið í framtíðinni og mér finnst alveg sjálfsagt að þau kynnist þeim strax á unga aldri. Einnig eru til margir góðir leikir fyrir börn sem örva rökhugsun, minni og fleira. Dóttur minn finnst t.d. Múmínálfaleikurinn rosalega skemmtilegur. Einnig er hún hrifin af Stafakörlunum og Talnapúkanum. Mér finnst verst hvað það er lítið um svona námsleiki á íslensku. Svo finnst henni rosalega gaman að teikna í tölvunni.

Á leikskólanum er tölvutíminn takmarkaður, það er ekki eins og þau séu í tölvunni allan liðlangan daginn. Hér heima hefur stelpan fengið að nota tölvuna í hófi, rétt eins og við takmörkum vídeó- og sjónvarpsgláp. Yngri stelpan er nú ekki enn komin með nægilegan þroska til að nota tölvuna sér til gamans, en ég er samt búin að kenna henni hvar ENTER takkinn er og hún ýtir á hann ef ég bið hana um það :) Henni finnst rosa gaman að fikta í lyklaborðinu og verður örugglega klár á tölvur einhvern daginn.

Hvað finnst svo ykkur um tölvunotkun barna?
Kveðja,