Púkinn minn er í heimsókn hjá pabba sínum langtlangtlangt í burtu frá mer. Ég er audda eins og flestar aðrar mömmur (vona ég) og trúi því statt og stöðugt að hann barsta geti ekkert lifað án mín, ég sé hann fyrir mér gráta á mömmu þegar hann á að fara að sofa, neita að borða afþví að mamma er ekki til að aðstoða hann… eins og þið eflaust vitið að þá er hann ekkert svona sko, hann skemmtir sér svaka vel og er ekkert að flækja það fyrir sér hvort að mamma er þarna eða ekki =) Hann lifir eins og blóm í eggi, með ofdekrandi pabba, ömmu, frænkur og frændur.
Þá skulum við koma að efninu… ég veit ekkert hvað ég á að gera við sjálfa mig! Ég hef engann að huxa um, kallinn á sjó og krakkinn þarna. Svo að ég sit og kvel sjálfa mig með einhverjum bull huxunum. Vill einhver ykkar sem er eða hefur verið með svona pabbatíma segja mér hvað þið gerið! Ég er að verða hálf despó hérna. Þetta er bara í annað skiptið sem hann fer svona, í fyrra skiptið gerði ég ekkert nema að sitja og vorkenna mér og dauðsá eftir því þegar guttinn kom heim að hafa ekki notið þess að vera ein.
HJÁLP!