Ég á strák og ég og pabbi hans erum ekki saman. Aðra hverja helgi fer hann til pabba síns og er þar frá föstudegi fram á sunnudag. Allt í góðu með það, nema að oftast (ef ekki alltaf) þegar hann kemur tilbaka er hann rosalega upptjúnaður og eiginlega frekar erfiður. Hann er óhlýðinn, stundum vælinn, virkar eirðarlaus og hreinlega eins og honum líði ekki vel, það sé eitthvað að angra hann. Strákurinn er 3ja ára. Það skal tekið fram að hann er alltaf mjög hress fyrst eftir að hann kemur heim frá pabba sínum en eftir smá stund heima byrjar þetta og hann mótmælir því sem hann á að gera (t.d. að hátta) og þetta endar oftar en ekki með því að hann verður alveg rosalega reiður, öskrar og gargar og er hreint ekki líkur sjálfum sér. Þetta er orkumikill strákur og á oft á tíðum erfitt með að hlýða, en hann er samt ekki vanur að láta svona illa vanalega. Nú er ég bara að spá, kannast einhver annar við þetta, að barnið er erfitt fyrst eftir að það kemur frá pabba sínum? Eða mömmu, kannst einhverjir helgarpabbar við svona hegðun? Það er ekkert sem bendir til þess að honum finnist ekki gaman hjá pabba sínum, hann er bara svo upptjúnaður þegar hann kemur tilbaka. Getur verið að honum finnist erfitt að skipta svona á milli foreldra? Eða er þetta bara normal?
Endilega ef einhver hefur einhverjar skýringar á þessu, þá þætti mér vænt um að þið deilduð henni með mér!!!
Kveðja, girlie.