Ég kynntist nýrri uppeldisaðferð um daginn og hef verið að reyna hana á stráknum mínum. Hún hljóðar svona: Þegar barnið gerir e-h af sér eða er óþekkt er stóll tekinn og settur bara pínu frá (ekki þannig að barnið sjái ekki fólkið sem er í kring) barnið er sett á stólinn og er látið vera þar eina mínútu fyrir hvert ár sem það hefur lifað, s.s. fyri 3 ára barn í 3 mín. Þarna hættir kunnátta mín um akkúrat þessa aðferð. Ég hef rendar ekki allveg farið eftir þessu í öllu, ég t.d. læt strákinn minn sitja þangað til hann er hættur að gráta og ég get talað við hann. Svo skýri ég nákvæmlega, með orðum sem hæfa hans aldri, út fyrir honum afhverju hann sé á stólnum og afhverju hann má ekki gera það sem hann var að gera. Fyrir mig og strákinn minn er þetta brilljant leið, hann er mjög uppátækjasamur og e´g þarf oft að skamma hann. Þar af leiðandi er ég búin að reyna óteljandi aðferðir t.d. eins og að setja hann uppí rúm (BIG MISTAKE=) sem einhver ráðlagði mér. Ég hætti því þegar ég var að setja hann í rúmið til að sofa og hann spurði mig hvort ég væri reið… Úff..
Reka hann inn í herbergi.. jah.. ekkert gott við þá aðferð finnst mér, leiddi bara til þess að hann vildi ekkert vera þar að leika sér.
Hundsa hann, ég reyndar prufaði hana ekki lengi guði sé lof.
Ég vil að barnið mitt geti alltaf komið til mín þegar eitthvað er að, ekki bara núna heldur líka þegar hann stækkar. Allar fyrri uppeldisaðferðir hins vegar sögðu honum að ef eitthvað væri þá ætti hann að halda sig frá me´r, í staðin fyrir að koma og tala við mig… kannski er það ekki réttt hjá mér en ég sem foreldri breyti að sjálfsögðu eftir minni bestu vitund =)
Það væri gaman að heyra ef einhver hefur reynt eitthvað af þessu (eða eitthvað annað) og hvernig gekk =)