Að hugsa ,,láttu það ráðast” ef

- þú verður yfir þig ástfangin í barni þínu og hefur ekki orku til að hugsa um neitt annað. Barnið þitt hefur þörf fyrir að þú hugsir tímabundið bara um það. Þannig þrífst það best. Auk þess er þetta það besta sem þú getur gert
- Þér finnst barnið þitt framandi einstaklingur sem þér takist aldrei að skilja. Þér finnst þetta þegar þú færð nýja manneskju á magann. En þið hafið ótakmarkaðan tíma til að kynnast hvort öðru.
- Þú grætur alla leiðina heim frá sængurlegudeildinni og heldur að barnið lifi ekki heimferðina af. Heimferðin er oft í miðjum hormónastormi. Þið lifið þetta af, en þú getur beðið manninn þinn að keyra aðeins hægar.
- Þú vilt einangra þig þegar þú er komin heim og veigara þér við að svara í símann.
- Ágætt. Gefðu barninu tíma þinn. Láttu manninn þinn sjá um ættingja og vini. Eða fáðu þér simsvara og lestu inn allar mikilvægustu staðreyndirnar. ,,já, við höfum eignast lírinn dreng, hann var 25 merkur og 52 sentimetrar og við höfum það öll gott.”
- Þú veist ekki hvernig þú kemur til með að breytast. Þú ert breytt. Breytingin hefur tilgang. Náttúran hefur tekið sér góðan tíma til að undirbúa þig fyrir móðurhlutverkið, sem þú ert nú að takast á við.
- Þú getur ekki sofið, þú liggur bara og hlustar eftir hverju hljóði sem barnið gefur frá sér. Hlustaðu bara. Það er gott fyrir litlu manneskjuna að einhver skuli vaka yfir henni. Hormónarnir hjálpa þér.
- Þú gleymir einhverju. Þú mannst það síðar
- Þú hugsar ekki um Evrópubandalagið, ósonlagið og vandamál bestu vinkonu þinnar við að finna sér íbúð. Láttu aðra um þetta, þar til þú kærir þig u það. Það kemur að því að þú hefur orku til að hugsa um lífið fyrir utan veggi heimilisins.
Náttúran er aldrei eins viss í sinni sök og þegar lífið er skapað. Þetta er sagt svo oft, að það er eins og leiðinleg endurtekning, en hér á það fullkomlega við; móðurhlutverkið felur í sér að þora að hlusta á sinn innri mann.


(bók: Nú er ég orðin mamma)
<img src="