Nokkrir sætir punktar:

Enginn maður getur átt annan eins og hann leggur sig,
allra síst barnið sitt.
En það veit ungbarn að sjálfsögðu ekki ennþá.
Það er innilega sannfært um að það eigi ykkur
frá hvirfli til ilja.



Þið hafið ótal sinnum slegið því föstu að
“þetta geti ekki gengið lengur” og “málið þurfi að
leysa ákveðið en vinsamlega” og
“ekki megi láta barnið ráða öllu á heimilinu.”
En svo brosir það.
Og þá gleymist alveg hvað var búið að ákveða.



Ungbarn á hvorki til vopn né mál og er næsta kraftsmátt.
Það kann aðeins eitt ráð sér til varnar - að brosa.
En mannkynið hefur lifað á því brosi öld fram af öld.



Þegar barn fæðist er það eins og að taka utan af pakka sem
hefur legið óopnaður mestan hluta ársins - og komast að
raun um að það sem í honum er fer langt fram úr björtustu
vonum manns og draumum.