Þegar kona verður ófrísk gerist ýmislegt fleira sniðugt heldur en það eitt að hún fái barn í magann. Hormónabreytingar verða til þess að skapið ræður sér ekki alltaf og hún getur þess vegna farið að hágráta eða bara brjálast gjörsamlega útaf bara akkurat ekki neinu. Svo líka þroskast hún eða svona “fullorðnast” um mörg ár. Og þá vill svo oft til að henni finnst pabbinn vera svo barnalegur og sinni sér ekki nóg. Auðvita þarf aumingja maðurinn að eiga eitthvað annað líf en bara þessa ófrísku konu sem hann á, en ég til dæmis var bara alveg galin ef kærastinn minn var ekki með mér 24 tíma á sólarhring. Hann nottla skildi ekkert í neinu og ég bara gjörsamlega flippaði af því að hann var svo heimskur að skilja mig ekki. En auðvita sé ég núna að ég var nú einum of háð honum en ég bara gat ekkert að því gert.. ég bara var svona. Og báðar systur mínar voru líka svona. En það er ekkert þar með sagt að allir séu svona. En auðvita þurfa ófrískar konur mjög mikinn stuðning og öryggi. Þeim getur fundist allir vera á móti sér og geta jafnvel verið svona eigilega þunglyndar bara af því að hugsa um til dæmis “hvað geri ég ef barnið verður nú þrjú augu..” eða “ætli barninu líði nógu vel inní mér..” eða eitthvað svoleiðis.. Þess vegna verður pabbinn og bara vinir og kunningjar að sýna umhyggju og stuðning. Svo ef hún til dæmis á að eiga 20. og barnið kemur ekki bara um leið og hún vaknar þann dag, þá byrjar hún að bíða og til dæmis ég var bara kolklikkuð í skapinu alveg frá deginum sem ég var skráð inn. Ég ætlaði sko ekki að bíða lengur en neyddist svo til að ganga með strákinn 9 daga framyfir. Og ég var ekkert mjög glöð á þessum 9 dögum. Svo um leið og hríðirnar byrja er maður (allavega ég..) ægilega spenntur og geðveikt gaman, þangað til þær verða harðari og óbærilega sársaukafullar. Þá fer maður upp á sjúkrahús og fer í monitor og svoleiðis. Svo er manni boðin deyfing og ég mæli eindregið með mænudeyfingu. Hún allavega virkaði geðveikt vel á mig. En hvað um það. Þegar útvíkkun er lokið.. þá byrjar ballið! Og allt er ömurlegt og hræðilegt, og svo þegar loksins barnið er komið, þá er helv. fylgjan eftir. Og það er ekkert vinsælt hef ég frétt og ég var ekki alveg sátt þegar ég þurfti að rembast meira þótt að krakkinn væri kominn út. En svo um leið og maður fær barnið í hendurnar er allt svo yndislegt að það hálfa væri nóg. Og maður getur starað á það endalaust…

Kveðja, Gizzie.