Minningar mínar Ok, ég sá svo skemmtilega grein eftir hana klo hérna þar sem hún skrifaði sínar minningar um daginn að ég ákvað að gera það sama ;), þótt ég sé ekki það góð að rifja upp en ég geri mitt besta:)

————————————————-

Ég man þegar ég var svona um þriggja ára þegar við bjuggum útí sviss að ég var inni á baði að leika mér með varalitinn hennar mömmu og ætlaði að vera rosa fín og setja hann á mig svo það endaði nú þannig að ég var orðin öll rauð í framan og leit svo í spegilinn, varð svo rosalega hrædd að ég fór að hágráta og öskraði “MAMMA! MAMMA ÞAÐ ER KVIKNAÐ I MER!”

-

Svo var það nú þannig að ég hef alltaf verið svolítið hrædd við draugahús því að á Halloween (ég bjó útí parís) þegar ég var sex ára fór ég með pabba í svona draugahús og allt voða gaman en svo finn ég allt í einu hönd undir e-u borði taka í fótinn á mér og mér brá svo að ég öskraði og öskraði og alveg bara dó næstum úr hræðslu :/

-

Ég og bróðir minn höfum alltaf verið frekar dugleg að rífast en það hefur nú skánað með árunum, allavega þá einu sinni þegar við vorum að rífast þá sat ég svona uppá koju og hann var að reyna að klifra upp til mín en ég var orðin svo pirruð að ég hrinti honum niður þannig að hann skall með hausinn í gólfið og fékk alveg þvílíka kúlu, ég hef sjaldan skammast min svona mikið :/

-

Ég man líka um jólin þegar við bjuggum útí sviss (ég var 4 ára) þá kom pabbi vinar míns klæddur sem kertasníkjir og gaf okkur gjafir, við nátturulega rosa glöð en svo þóttist hann stela nokkrum kertum og hljóp útí garð og við á eftir, svo eftir smá stund ætlaði hann að vera rosa sniðugur og settist í eina róluna og hún pompaði niður, og ég alveg geðveikt reið!, en það er bara núna sem maður sér hvað þetta er fyndið:')

-

Þegar ég var lítil var ég alltaf með alveg rosalega ljóst hár (næstum hvítt) og þar sem við bjuggum úti í útlöndum fannst fólki þetta rosa skrýtið og spurði mömmu hvort það mætti klappa á mér kollinn og var alveg rosa forvitið. :S

————————————————-

Og nú bara man ég ekki meir, Takk fyrir mig :)
——