Ég var að taka til í dótinu hjá dóttur fyrir ca 2 mánuðum, og mér gersamlega ofbauð. Þvílíkt MAGN af dóti sem hún á var með, þanniga ð ég tók mig til og setti mestallt niður í geymslu, því að hún leikur sér aldrei með allt þetta dót.
Ég skildi eftir hérna uppi Duplo kubbana hennar, og fisher price skólabíl einhvern með köllum í. Og svo náttúrulega nokkra bangsa, öll púslin og bækurnar hennar. Og viti menn .. skyndilega byrjaði hún að leika sér með dótið sitt.

Ég held að þetta sé alltof algengt, maður gerir sér ekki grein fyrir því að þegar að framboðið er of mikið þá missa þau áhugann á dótinu, og líka þegar að dótið gerir allt fyrir þau. Börn þurfa að nota ímyndunaraflið í leik, og ég hef marg oft heyrt og ég trúi því að td. rafmagnsleikföng séu óholl fyrir börn að því leiti, þau þurfa ekkert að hafa fyrir leiknum.

Hvað finnst ykkur um þetta ?
Eru börnin ykkar á leikskóla með Hjallastefnu, of ef svo er hvernig líkar þeim það. Það væri líka gaman að heyra frá einhverjum sem er með barnið sitt á náttúrleikskóla.
———————————————–