Til allra mæðra (líka gaman að lesa fyrir þær sem ekki eru mæður..)

Gömul þjóðsaga segir frá barni sem var við það að fæðast.
Barnið snýr sér að Guði og segir:

- Mér er sagt að ég verði sendur á jörðina á morgun: en
hvernig get ég lifað eins lítill og ósjálfbjarga sem ég er ?

- Ég hef valið engil fyrir þig úr hópi engla, og hann
bíður eftir þér. Þessi engill mun sjá um þig.

- En segðu mér, hérna á himninum geri ég ekkert annað en
að syngja og brosa og það er nóg til þess að vera hamingjusamur.

- Engillinn þinn kemur til með að syngja fyrir þig, hann
brosir til þín alla daga og þú verður umlukinn ást hans og þannig
verðurðu hamingjusamur.

- En hvernig get ég skilið þegar fólkið talar við mig þar
sem ég þekki ekki tungumálið sem mennirnir tala ?

- Engillinn þinn segir falleg orð við þig, fallegustu orð
sem þú hefur nokkur tíma heyrt, og með mikilli þolinmæði og kærleik kennir hann þér að tala.

- En hvað geri ég ef ég vil tala við þig ?

- Þá setur engillinn þinn hendurnar þínar saman og kennir þér að biðja.

- Ég hef heyrt að á jörðinni séu til vondir menn. Hver
getur varið mig ?

- Engillinn þinn mun verja þig, þó svo það kosti hann lífið.

- En ég verð alltaf sorgmæddur því ég sé þig ekki oftar.

- Engillinn þinn á eftir að segja þér frá mér og vísa þér
veginn í áttina til mín, en þó mun ég alltaf vera við hlið þér.

- Á þessu andartaki færðist ró yfir himininn og guðdómlegar raddir
heyrðust, og barnið sagði:

- Kæri Herra, þar sem ég er að fara segðu mér; Hvað heitir engillinn minn ?

- Nafn hans skiptir ekki máli, þú kallar hann bara “Mömmu”