já gott Huga fólk.
Ég tel mig ver knúin til að taka til máls. Ég vinn í skóverslun hér í bæ og ég er farin að taka eftir því að fólk á í ríkara mæli erfit að kenna sínum börnum að reima skó á sjálfan sig. Mér þykir það furðulegt þegar fólk kemur inn með 10 til 12 ára gamalt barn og fer að byðja um skó sem ekki þarf að reima því að “hann nennir því ekki”. Það gott fólk er vottur um leti hjá foreldri. Jú hvernig er hægt að segja það? jú got fólk þetta virkar nefnilega þannig að ef þú foreldri góður elur barnið þitt upp á það að “nenna ekki” sé góð ástæða til að ekki gera hlutina þá ertu í vondum málum! Svi kemur fólk inn til mín og biður um skó sem ekki þarf að reima útaf því að “ég nenni ekki að reima” segir foreldrið við mig! !!? Hérna er hægt að sjá það að þetta tiltekna foreldri er að ala af sér letingja og aumingja sem “nenna ekki”. Það er hægt að segja það að þessi smá hlutur “að reima” er svolítið uppeldis atriði. Það þegar börn hætta að vera “smá börn” og verða krakkar. Aðsjálfsögu er ekki hægt að vera með þennan dóm á börn sem ekki geta reimað sökum fötlunara eða einhverju svoleiðis, ég er ekki að tala um þau börn heldur fullfrísk börn. Svo er eitt annað áberandi sem er líka mekilegt. Strákar eru í miklum meirihluta hvað það varðar að kunna að reima! Það er einsog foreldara drengja nenna ekki að kenna þeim! Börn sem eru að velja skó eru í flestum allveg sama hvaða skór eru keyptir sem legni þeir eru flottir að þeirra mati. Það skiptir eingu máli hvaða skó þú reynir að fá barnið til að máta…þeir eru allir vondir nema þessir skór sem það vill. Þú getu heldur ekki búist við því að barn, sem er rétt byrjað að tala, viti munin á góðum og vondum skó. Mikið af fólki segir að ég hafi rangt fyrir mér og segir “nú barnið grettir sig og fer jafnvel að gráta ef því finnst skórninr vondir”. Þá segi ég já barnið fer líka að gráta ef það er svangt,þreytt,langar í eitthvað,og næstum hvað sem er útaf því að það kann ekki að tjá sig öðruvísi…þangað til að þú nennir að kenna því að tala. Ég tel gott fólk að það er undir ykkur komið ,foreldrar góðir, að hætta að “nenna ekki” og byrja að taka ábyrgð ,gagvart barninu ykkar og samfélaginu, og kenna barninu allt sem þið kunnið til að það geti verið gildur samfélgsþegn því samfélagið hefur ekkert við einstaklinga að gera sem ekki kunna að reima.