Sonur minn er 3ja ára og ekkert sérstaklega frábrugðinn öðrum börnum, nema þá kannski helst að því leitinu til að hann er gáfaðri ef eitthvað er (þó ég segi sjálf frá). Hann hefur alla tíð verið fljótur að læra, er duglegur og klár gæji. En það er nú ekki aðal tilgangurinn með þessu bréfi. Málið er það að síðastliðna viku hefur það gerst aftur og aftur að hann hefur “vitað” hluti, sem hann ætti ekki að vita (og séð eitthvað sem hann ætti ekki að sjá (!), eða öllu heldur, séð það sem aðrir sjá ekki). Ókey, þetta byrjaði allt með því að eina nóttina vaknaði hann upp og talaði um einhvern mann sem hann hélt fram að stæði inni í herberginu okkar. (Það var enginn mér vitandi). Síðan þá hefur það tvisvar sinnum gerst að hann hefur sagt mér (áður en ég hef sagt honum það) að ég væri að fara út um kvöldið (og í bæði skiptin vissi hann hvert ég var að fara og hvern ég ætlaði að hitta). Enn eitt gerðist einn morguninn en þá fann ég ekki lyklana að bílnum mínum og spurði hann hvort hann vissi nokkuð um þá (hann tekur þá stundum og er að leika sér með þá). Og hann svaraði (án þess að hika):“Kannski eru þeir úti í bíl”. Ég þarf náttúrulega ekki að segja ykkur það að lyklarnir voru í svissinum á bílnum, ég hafði gleymt þeim þar.
Eftir öll þessi tilvik er ég hreinlega farin að spá í það hvort barnið hafi einhverja “gáfu” sem aðrir hafa ekki. Maður hefur nú oft heyrt það að börn séu næmari o.s.frv., en mér finnst þetta nú eiginlega vera orðið dálítið mikið! Sértaklega þetta með lyklana, því hvaða 3ja ára barni dettur það í hug að mamma hafi gleymt lyklunum úti í bíl daginn áður?!
Mig langaði bara að leggja þetta fyrir ykkur, kannast einhver við eitthvað svona hjá eigin barni? Eða er barnið mitt skyggnt!!!!!!
Hvað kemur næst?! I can see dead people?!!!!
Kveðja, girlie.